logo-for-printing

25. júní 2021

Ný rannsóknarritgerð um áhrif fjármagnshafta á uppbyggingu gjaldeyrismarkaða

Seðlabanki Íslands hefur gefið út rannsóknarritgerðina „The currency that came in from the cold: Capital controls and the information content of order flow“ eftir þá Francis Breedon (Lundúnarháskóli, Queen Mary), Þórarinn G. Pétursson (Seðlabanki Íslands) og Paolo Vitale (Gabriele d’Annunzio háskólinn).

Rannsóknin gengur út á að kanna áhrif fjármagnshafta á uppbyggingu gjaldeyrismarkaða (e. market microstructure) út frá reynslunni af innleiðingu og afnámi fjármagnshafta á Íslandi. Notast er við þrívítt VAR-líkan af pantanaflæði (e. order flow) miðlara og Seðlabankans og gengi krónu gagnvart evru þar sem einnig er tekið er tillit til samtímaviðbragða pantanaflæðis við gengisbreytingum. Líkanið er notað til að meta áhrif pantanaflæðis á gengi krónunnar og upplýsingagildi viðskipta á markaði. Niðurstöðurnar sýna að innleiðing fjármagnshafta hafði veruleg áhrif á uppbyggingu gjaldeyrismarkaðarins. Umfang viðskipta hrundi, upplýsingagildi viðskipta minnkaði og þau brugðust minna við mikilvægum þjóðhagsfréttum en áður. Umfang viðskipta jókst ekki eftir að höftin voru afnumin en viðskipti fólu í sér marktækt meiri upplýsingar en áður og þau brugðust meira við nýjum fréttum.

Sjá ritið hér: The currency that came in from the cold: Capital controls and the information content of order flow.


Til baka