logo-for-printing

29. júní 2021

Íslenskum fjárfestum hf. veitt aukið starfsleyfi

Bygging Seðlabanka Íslands
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands veitti Íslenskum fjárfestum hf. aukið starfsleyfi hinn 24. júní 2021 á grundvelli laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Starfsleyfi félagsins nær nú einnig til eignastýringar og umsjónar með útboði fjármálagerninga án sölutryggingar og töku verðbréfa til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði skv. c- og f-liðum 1. mgr. 3. gr. laga nr. 161/2002, sbr. d- og g-liðum 1. tölul. 1. mgr. 25. gr., og vörslu og umsýslu í tengslum við einn eða fleiri fjármálagerninga fyrir reikning viðskiptavinar, þ.m.t. vörslu fjármálagerninga og tengdrar þjónustu, svo sem vegna fjármuna eða trygginga, og gjaldeyrisþjónustu ef umrædd viðskipti eru liður í fjárfestingarþjónustu skv. a- og e-liðum 2. tölul. 1. mgr. 25. gr. sömu laga.

Starfsleyfi Íslenskra fjárfesta hf. tekur nú til starfsheimilda skv. a–d- og f-liðum 6. tölul. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 161/2002, sbr. a-, b-, d-, e- og g-liði 1. tölul. 1. mgr. 25. gr., og viðbótarþjónustu skv. a- og e-liðum 2. tölul. 1. mgr. 25. gr. sömu laga.
Til baka