logo-for-printing

27. ágúst 2021

Ný lög um aðgerðir gegn markaðssvikum

Bygging Seðlabanka Íslands
Alþingi samþykkti nýverið lög um aðgerðir gegn markaðssvikum nr. 60/2021 og taka þau gildi 1. september nk. Með lögunum er reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 596/2014 um markaðssvik (MAR) veitt lagagildi á Íslandi.

Í kjölfar innleiðingar MAR í íslenskan rétt munu sömu reglur gilda um aðgerðir gegn markaðssvikum hér á landi og annars staðar í Evrópu.

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands sendi nýlega dreifibréf til útgefenda fjármálagerninga og vakti athygli á gildistöku hinna nýju laga. Útgefendur og aðrir sem telja þetta mál sig varða eru hvattir til að kynna sér efni laganna og dreifibréfsins.

Dreifibréf til útgefanda og annarra sem málið varðar
Til baka