
28. september 2021
Kalkofninn – ný vefútgáfa Seðlabanka Íslands hefur göngu sína

Þær skoðanir sem fram koma í Kalkofninum eru á ábyrgð höfunda og þurfa ekki að endurspegla afstöðu Seðlabanka Íslands. Ritstjórn er í höndum varaseðlabankastjóra Seðlabanka Íslands þeirra Gunnars Jakobssonar, Rannveigar Sigurðardóttur og Unnar Gunnarsdóttur. Þau fylgja hinni nýju útgáfu úr hlaði með stuttri kynningargrein. Þar segir meðal annars:
„Í nýjum Seðlabanka horfum við til framtíðar. Það er stefna okkar að halda áfram að efla og treysta upplýsingamiðlun bankans enda nauðsynlegt fyrir bankann að vera í fremstu röð þegar kemur að greiningu og miðlun upplýsinga um efnahagsmál og málefni fjármálamarkaða. Gangsetning Kalkofnsins er mikilvægt skref í þá átt.“