logo-for-printing

12. október 2021

Niðurstaða athugunar á tilkynningum Arion banka hf. um skortstöður til Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands

Bygging Seðlabanka Íslands
Í október 2020 barst Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands (Fjármálaeftirlitið) tilkynning frá Arion banka hf. (Arion) um að innra eftirlit bankans hefði leitt í ljós kerfisvillu í útreikningum á skortstöðu bankans. Í kjölfarið tók Fjármálaeftirlitið til skoðunar tilkynningar frá Arion til Fjármálaeftirlitsins um skortstöður á grundvelli reglugerðar Evrópuþings og ráðsins (ESB) nr. 236/2012 um skortsölu og tiltekna þætti skuldatrygginga (skortsölureglugerðin) sem lögfest var með lögum nr. 55/2017 um skortsölu og skuldatryggingar.

Sjá nánar: Niðurstaða athugunar á tilkynningum Arion banka hf. um skortstöður til Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands
Til baka