logo-for-printing

14. október 2021

Seðlabanki Íslands hlýtur viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2021

Seðlabanki Íslands hlaut viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar árið 2021 á viðurkenningarhátíð Jafnvægisvogarinnar sem haldin var í dag. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri tók við viðurkenningunni fyrir hönd Seðlabankans. Jafnvægisvogin er hreyfiaflsverkefni á vegum FKA - Félags kvenna í atvinnulífinu og miðar verkefnið að því að jafna hlutföll kynjanna í framkvæmdastjórnum fyrirtækja. Markmið Jafnvægisvogarinnar er að hlutföll kynjanna í framkvæmdastjórnum fyrirtækja verði orðin 40/60 árið 2027.
Til baka