logo-for-printing

04. nóvember 2021

Niðurstaða athugunar á stjórnarháttum og útvistun hjá Lífeyrissjóði Tannlæknafélags Íslands

Bygging Seðlabanka Íslands
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hóf athugun á stjórnarháttum og fyrirkomulagi útvistunar hjá Lífeyrissjóðs Tannlæknafélags Íslands (LTFÍ) í júní 2021. Markmiðið var tvíþætt; annars vegar að kanna fyrirkomulag útvistunar og eftirlit LTFÍ með útvistun og hins vegar athugun á stjórnarháttum, sbr. 29. gr. laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Þá var í athuguninni einnig byggt á ákvæðum reglugerðar um eftirlitskerfi með áhættu lífeyrissjóða, leiðbeinandi tilmæla Fjármálaeftirlitsins um útvistun hjá eftirlitsskyldum aðilum og leiðbeinandi tilmæla Fjármálaeftirlitsins vegna áhættu við rekstur upplýsingakerfa eftirlitsskyldra aðila.

Sjá nánar: Niðurstaða athugunar á stjórnarháttum og útvistun hjá Lífeyrissjóði Tannlæknafélags Íslands
Til baka