logo-for-printing

18. nóvember 2021

Evrópsku eftirlitsstofnanirnar (EIOPA, EBA og ESMA) kalla eftir sjónarmiðum markaðsaðila í tengslum við endurskoðun lykilupplýsingaskjals PRIIPs

Bygging Seðlabanka Íslands

Evrópsku eftirlitsstofnanirnar EIOPA, EBA og ESMA, hafa kallað eftir upplýsingum og sjónarmiðum markaðsaðila og annarra haghafa varðandi lykilupplýsingaskjal vegna tiltekinna fjárfestingarafurða fyrir almenna fjárfesta (PRIIPs). Lög nr. 55/2021 innleiddu PRIIPs-reglugerðina í íslenskan rétt, en samkvæmt þeim er aðilum skylt að útbúa og afhenda lykilupplýsingaskjal vegna afurða sem falla undir gildissvið laganna.

Eftirlitsstofnanirnar óska eftir upplýsingum frá markaðsaðilum og öðrum haghöfum um margvísleg atriði, þar á meðal hversu hagnýtt núverandi lykilupplýsingaskjal er, t.d. hvernig það er notað á stafrænum miðlum. Einnig er óskað upplýsinga sem tengjast gildissviði PRIIPs-reglugerðarinnar og flækjustigi, læsileika og því hversu aðgengilegt lykilupplýsingaskjalið er.

Sjónarmið aðila verða yfirfarin og lögð til grundvallar tækniráðgjöf eftirlitsstofnananna til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins við endurskoðun reglna um lykilupplýsingaskjal samkvæmt PRIIPs-reglugerðinni.

Eftirlitsstofnanirnar hvetja alla aðila sem telja sig hafa hagsmuna að gæta varðandi lykilupplýsingaskjal PRIIPs-reglugerðarinnar að koma sjónarmiðum sínum á framfæri fyrir 16. desember 2021. Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðum EIOPA, EBA og ESMA.


Til baka