logo-for-printing

30. nóvember 2021

Varaseðlabankastjóri í pallborði um netöryggi í fjármálakerfinu

Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri

Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, tók í dag, þriðjudaginn 30. nóvember, þátt í ráðstefnu norrænu seðlabankanna um stafrænir áskoranir í fjármálakerfinu. Þetta er í fjórða sinn sem ráðstefnan er haldin en hún ber heitið Nordic Cyber in Finance og var haldin af Seðlabanka Noregs í Osló að þessu sinni.

Til umræðu voru ýmis mál tengd stafrænu öryggi og áhættu, meðal annars í tengslum við netöryggi í flóknum virðiskeðjum í fjármálum. Gunnar tók þátt í pallborði ásamt öðrum fulltrúum seðlabanka og sérfræðingum í stafrænum málefnum fjármálakerfisins.

Upplýsingar um ráðstefnuna má nálgast hér: Nordic Cyber in Finance


Til baka