logo-for-printing

17. janúar 2022

Gjaldeyrismarkaður, gengisþróun og gjaldeyrisforði árið 2021

Bygging Seðlabanka Íslands

Gengi krónunnar hækkaði um 2,5% á árinu 2021 og heildarvelta á millibankamarkaði með gjaldeyri dróst saman um 12% frá fyrra ári. Áhrifa af COVID-19-farsóttinni gætti á gjaldeyrismarkaði á árinu. Seðlabankinn átti gjaldeyrisviðskipti til að draga úr sveiflum eftir því sem hann taldi tilefni til og til að bæta verðmyndun á markaðnum en í mun minna mæli en árið áður. Hrein gjaldeyrissala Seðlabankans árið 2021 nam 22,7 ma.kr. en Seðlabankinn keypti bæði og seldi gjaldeyri á árinu. Reglulegri gjaldeyrissölu, sem hófst í september 2020, var hætt í lok apríl 2021 þegar betra jafnvægi hafði skapast á gjaldeyrismarkaðnum. Lífeyrissjóðir voru umfangsmiklir kaupendur að erlendum gjaldeyri og erlendir fjárfestar héldu áfram að selja innlendar verðbréfaeignir. Tímamót urðu þegar ný lög um gjaldeyrismál tóku gildi um mitt árið en í þeim fólst meðal annars að heimildir til afleiðuviðskipta voru rýmkaðar. Með nýju lögunum voru fjármagnshöft sem sett voru í nóvember 2008 úr sögunni. Gjaldeyrisforði nam 923,1 ma.kr. í árslok eða um 30% af vergri landsframleiðslu.

Sjá nánar í frétt nr. 4/2022, 17. janúar 2022: Gjaldeyrismarkaður, gengisþróun og gjaldeyrisforði árið 2021

Til baka