logo-for-printing

02. febrúar 2022

Nýtt greiðsluráð heldur sinn fyrsta fund

Bygging Seðlabanka Íslands

Nýtt greiðsluráð á vegum Seðlabanka Íslands hefur verið stofnað og hélt það sinn fyrsta fund miðvikudaginn 2. febrúar 2022.

Greiðsluráð er umræðu- og upplýsingavettvangur stjórnvalda, markaðsaðila og annarra hagsmunaaðila um málefni greiðslumiðlunar og fjármálainnviða. Markmiðið er að draga fram sjónarmið þeirra aðila sem hafa hagsmuni af og nýta fjármálainnviði og veita stuðning við framþróun og nýsköpun í greiðslumiðlun.

Eftirtaldir aðilar eiga fulltrúa í ráðinu: Neytendasamtökin, Samtök verslunar og þjónustu, Viðskiptaráð Íslands, Samtök fjármálafyrirtækja, Reiknistofa bankanna, Samtök iðnaðarins, fjármála- og efnahagsráðuneytið, menningar- og viðskiptaráðuneytið og Seðlabanki Íslands.

Greiðsluveitan ehf., dótturfélag Seðlabanka Íslands, annast undirbúning funda og seðlabankastjóri, sem er formaður ráðsins, stýrir fundum þess. Gert er ráð fyrir að greiðsluráð fundi tvisvar á ári. Allt efni tengt greiðsluráði verður birt fljótlega eftir hvern fund á sérstöku svæði á vef Seðlabanka Íslands.

Frétt nr. 5/2022,
2. febrúar 2022


Til baka