logo-for-printing

04. mars 2022

Herdís Steingrímsdóttir skipuð í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur skipað Herdísi Steingrímsdóttur, dósent í hagfræði við Copenhagen Business School, í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands til næstu fimm ára. Herdís tekur sæti Katrínar Ólafsdóttur sem setið hefur í peningastefnunefnd í 10 ár sem er hámarksskipunartími í nefndinni.

Herdís er með doktorspróf í hagfræði frá Columbia háskólanum í New York og meistarapróf í stærðfræðilegri hagfræði og hagrannsóknum frá London School of Economics. Rannsóknir Herdísar snúa að vinnumarkaðshagfræði og hefur hún hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir störf sín á þeim vettvangi. Þá er Herdís meðlimur og umsjónarmaður ýmissa rannsóknarsetra í Kaupmannahöfn sem greina hagfræðileg úrlausnarefni er varða lífeyrismál, ójöfnuð, hagfræði heimilanna o.fl.

Nánar um peningastefnunefnd hér: Peningastefnunefnd


Til baka