logo-for-printing

16. mars 2022

Fjármálastöðugleiki birtur

Forsíða Fjármálastöðugleika
Ritið Fjármálastöðugleiki 2022/1 hefur verið birt á vef Seðlabanka Íslands. Í Fjármálastöðugleika er tvisvar á ári birt yfirlit yfir stöðu fjármálakerfisins, þ.e. um styrk þess og hugsanlega veikleika og áhættu sem því kann að vera búin bæði af þjóðhagslegum og rekstrarlegum toga. Í ritinu greinir Seðlabankinn frá því hvernig hann vinnur að verkefnum sem varða virkt og öruggt fjármálakerfi. Fjármálastöðugleiki er einnig gefinn út á ensku undir heitinu Financial Stability.

Sjá hér: Fjármálastöðugleiki 2022/1.
Til baka