logo-for-printing

27. maí 2022

Niðurstaða athugunar á rekstraráhættu upplýsingakerfa TM trygginga hf.

Bygging Seðlabanka Íslands
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hóf vettvangsathugun hjá TM tryggingum hf. í september 2021. Markmið athugunarinnar var að fá yfirsýn yfir verklag og viðbúnað hvað varðar upplýsingatækni hjá félaginu. Könnuð var notkun TM á útvistunarþjónustu í tengslum við upplýsingatækni, viðbúnaðarumgjörð félagsins var skoðuð og einnig skýrslugjöf til stjórnar um rekstraráhættu tengdri upplýsingatækni.

Sjá nánar: Niðurstaða athugunar á rekstraráhættu upplýsingakerfa TM trygginga hf.
Til baka