logo-for-printing

27. maí 2022

Varaseðlabankastjóri á fundi Alþjóðafjármálastöðugleikaráðs

Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri

Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, sótti í vikunni fund Evrópuhluta Alþjóðafjármálastöðugleikaráðsins (Financial Stability Board) sem haldinn var í Stokkhólmi.

Á fundinum var rætt um horfur fyrir fjármálastöðugleika á einstökum heimssvæðum og eins alþjóðlega. Meðal atriða sem þar voru til umræðu voru hækkandi vöruverð sem stafar af innrás Rússa í Úkraínu, aukin verðbólga og veik staða þess hluta fjármálakerfis sem er utan við bankakerfið. Þá var rætt um ýmis reglumál og eftirlitsmál varðandi sýndarfé. Í lokin var svo rætt um þá áhættu sem fylgir loftslagsbreytingum og farið yfir hvernig hægt væri að takast á við þá fjárhagslegu áhættu sem loftslagsbreytingunum fylgja.

Í lok ráðstefnunnar var birt meðfylgjandi fréttatilkynning.

FSB (Financial Stability Board) er stofnun sem stuðlar að alþjóðlegum fjármálastöðugleika. Upplýsingar um stofnunina er að finna á heimasíðu hennar: Heimasíða FSB. 


Til baka