logo-for-printing

03. júní 2022

Fossar markaðir hf. fá starfsleyfi sem lánafyrirtæki

Bygging Seðlabanka Íslands
Hinn 31. maí sl. veitti fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands Fossum mörkuðum hf. starfsleyfi sem lánafyrirtæki.

Fossar markaðir voru áður með starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki. Munurinn á nýja starfsleyfinu og því eldra felst meðal annars í því að nú má félagið taka við endurgreiðanlegum fjármunum frá almenningi í formi skuldaviðurkenninga (til dæmis í formi skuldabréfa eða víxla) auk þess sem félagið má fjármagna útlánastarfsemi með endurgreiðanlegum fjármunum frá almenningi. Þá öðlast félagið rétt til að stunda viðskipti fyrir eigin reikning. Loks má félagið nú kalla sig fjárfestingarbanka, en þess má geta að sá munur er helstur á viðskiptabönkum og fjárfestingarbönkum að þeir síðarnefndu hafa ekki heimild til að taka við innlánum.

Um starfsheimildir félagsins að öðru leyti vísast til yfirlits á heimasíðu Seðlabankans.
Til baka