logo-for-printing

02. september 2022

Halli á viðskiptajöfnuði 39,1 ma.kr. á öðrum ársfjórðungi 2022

Bygging Seðlabanka Íslands

Á öðrum ársfjórðungi 2022 var 39,1 ma.kr. halli á viðskiptajöfnuði við útlönd. Það er 5,9 ma.kr. betri niðurstaða en ársfjórðunginn á undan en 6,4 ma.kr. lakari en á sama fjórðungi árið 2021. Halli á vöruskiptajöfnuði var 40,2 ma.kr. en 33,3 ma.kr. afgangur á þjónustujöfnuði. Halli á frumþáttatekjum nam 22,3 ma.kr. og 9,8 ma.kr. á rekstrarframlögum. Í lok ársfjórðungsins var hrein staða við útlönd jákvæð um 863 ma.kr. eða 24,7% av vergri landsframleiðslu og versnaði um 200 ma.kr. eða 5,7% af VLF á fjórðungnum. Erlendar eignir þjóðarbúsins námu 4.600 ma.kr. í lok ársfjórðungsins en skuldir 3.737 ma.kr.

Sjá hér fréttina nr. 17/2022 í heild: Halli á viðskiptajöfnuði 39,1 ma.kr. á öðrum ársfjórðungi 2022 – hrein staða við útlönd jákvæð um 24,7% af landsframleiðslu

 


Til baka