logo-for-printing

12. október 2022

Málstofa um tímaraðagreiningar um hitabreytingar jarðar

Bygging Seðlabanka Íslands

Ágrip:
Umræðan um loftslagsmál og þar á meðal hlýnun jarðar er fyrirferðarmikil í stefnumótun nútímans. Í þessum fyrirlestri er lýst hvernig fræðin um tímaraðir kvarða þróun hitastigs. Rifjuð verða upp nokkur fræðileg atriði varðandi líkön sem fást við tímaraðir. Sagt er frá nokkrum tímaröðum á hitamælingum sem spanna rúm 200 ár. Til samanburðar eru einnig nefndar áætlaðar raðir sem spanna mun lengra tímabil ásamt 60 ára mánaðarlegum mælingum á koltvísýringi. Niðurstöður Dagsvik (2020) um mat á long-memory líkani við greiningu á um 100 tímaröðum í 200 ár eru kynntar. Dagsvik ályktar að hitaþróun jarðar samrýmist vel líkani með fast meðaltal. Aðferðir við að greina brot (structural-break/change-point detection) virðast ekki gefa til kynna miklar breytingar í hita eða breytileika hans. Umræðan um hlýnun jarðar er skoðuð frá sjónarhóli fræðimanna á sviði tímaraðagreiningar og rifjaður upp fræðilegur ágreiningur hagfræðinga og hagrannsóknarmanna fyrir 50 árum þegar hagfræðin hafði ekki tekið tímaraðafræði í þjónustu sína.

Staður og stund:
Fundarsalurinn Sölvhóll í Seðlabanka Íslands, klukkan 15:00, fimmtudaginn 13. október 2022, gengið inn frá Arnarhóli.

Málshefjandi:
Helgi Tómasson, prófessor í hagfræðideild Háskóla Íslands.

Sjá  hér lista yfir málstofur í Seðlabanka Íslands haustið 2022.


Til baka