logo-for-printing

26. október 2022

Fundargerð frá septemberfundi fjármálastöðugleikanefndar

Fundargerð fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands frá fundi nefndarinnar 22. og 26.-27. september 2022 hefur verið birt á vef Seðlabankans. Nefndin ræddi stöðu og horfur fyrir fjármálastöðugleika og helstu áhættuþætti, svo sem þróun efnahagsmála, áhættu fjármálafyrirtækja og fjármálakerfis, þróun á innlendum fjármálamörkuðum, skuldsetningu heimila og fyrirtækja, stöðuna á fasteignamarkaði og eiginfjárstöðu fjármálafyrirtækja.

Fjármálastöðugleikanefnd ákvað við ársfjórðungslegt endurmat á sveiflujöfnunaraukanum að halda gildi hans óbreyttu en samkvæmt ákvörðun nefndarinnar í september 2021 hækkaði hann úr 0% í 2% 29. september sl. Þá áréttaði nefndin mikilvægi þess að auka öryggi í innlendri greiðslumiðlun og hraða innleiðingu óháðrar smágreiðslulausnar.

Sjá fundargerðina í heild hér: Fundargerð fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands (14.fundur). Birt 26. október 2022.

Sjá hér nánari upplýsingar um nefndina og störf hennar.
Til baka