
04. janúar 2023
Fundargerð frá desemberfundi fjármálastöðugleikanefndar

Nefndin staðfesti kerfislegt mikilvægi Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans og ákvað að halda eiginfjárauka vegna kerfislegs mikilvægis óbreyttum í 2% á allar áhættuskuldbindingar. Í ársfjórðungslegu endurmati ákvað fjármálastöðugleikanefnd enn fremur að halda gildi sveiflujöfnunaraukans óbreyttu í 2%.
Sjá fundargerðina í heild hér: Fundargerð fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands (15. fundur). Birt 4. janúar 2023.
Sjá hér nánari upplýsingar um nefndina og störf hennar.