logo-for-printing

22. febrúar 2023

Dómur kveðinn upp í máli Fossa markaða hf.

Bygging Seðlabanka Íslands

Hinn 17. febrúar sl. kvað Landsréttur upp dóm í máli Fossa markaða hf. (nú Fossar fjárfestingarbanki hf.) gegn Seðlabanka Íslands. Með ákvörðun fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands frá 10. júní 2020 var lögð stjórnvaldssekt að fjárhæð 10.500.000 króna á Fossa markaði hf. vegna brota á 57. gr. a laga nr. 161/2002 og reglum settum á grundvelli þess ákvæðis. Félagið höfðaði málið á hendur Seðlabankanum til ógildingar á ákvörðuninni.

Landsréttur féllst á að arðgreiðslur til hluthafa í B-hlutaflokki Fossa markaða hf. hafi verið ólögmætar kaupaukagreiðslur. Á grundvelli þessa var ákvörðun fjármálaeftirlitsins staðfest og fjárhæð sektar sem fjármálaeftirlitið hafði lagt á Fossa markaði hf. staðfest.

Hér má nálgast dóminn í heild sinni.

Frétt þessi er birt með vísan til 112. gr. g laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.


Til baka