logo-for-printing

03. apríl 2023

Nordic Ignite ehf. skráð sem rekstraraðili sérhæfðra sjóða

Bygging Seðlabanka Íslands
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands skráði Nordic Ignite ehf. sem rekstraraðila sérhæfðra sjóða hinn 28. mars 2023, sbr. 7. gr. laga nr. 45/2020 um rekstraraðila sérhæfðra sjóða. Rekstraraðilinn Nordic Ignite ehf. verður rekinn sem sérhæfður sjóður sjálfur, sbr. 2. tölul. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 45/2020. Í skráningunni felst heimild rekstraraðilans til að reka einn sérhæfðan sjóð að því gefnu að verðmæti heildareigna í rekstri aðilans fari ekki umfram þau mörk sem kveðið er á um í 1. mgr. 6. gr. laga nr. 45/2020.
Til baka