04. apríl 2023
Straumur greiðslumiðlun hf. fær starfsleyfi sem greiðslustofnun
Hinn 30. mars 2023 veitti fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands Straumi greiðslumiðlun hf. starfsleyfi sem greiðslustofnun samkvæmt lögum nr. 114/2021, um greiðsluþjónustu.
Straumur greiðslumiðlun hefur leyfi til að veita greiðsluþjónustu samkvæmt c-, d- og e-lið 22. töluliðs 1. mgr. 3. gr. laganna.
Um starfsheimildir félagsins að öðru leyti vísast til yfirlits á heimasíðu Seðlabankans.