logo-for-printing

08. maí 2023

Virkir eignarhlutir í T Plús hf.

Bygging Seðlabanka Íslands
Hinn 4. maí sl. komst fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands að þeirri niðurstöðu að Fossar fjárfestingarbanki hf. væri hæfur til að fara með allt að 20% beinan, virkan eignarhlut í T Plús hf., sbr. 1. mgr. 12. gr. laga nr. 115/2021, um markaði fyrir fjármálagerninga.

Sama dag komst fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands að þeirri niðurstöðu að Fossar Markets Holding ehf., Klettar fjárfestingar ehf., Fossar Holdings Ltd., Aðalheiður Magnúsdóttir og Sigurbjörn Þorkelsson væru hæf til að fara með jafn stóran óbeinan, virkan eignarhlut í T Plús hf., sbr. sama lagaákvæði.
Til baka