logo-for-printing

06. júní 2023

Linda Kolbrún Björgvinsdóttir sett framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Seðlabanka Íslands

Linda Kolbrún Björgvinsdóttir hefur verið sett framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Seðlabanka Íslands. Linda Kolbrún hóf störf hjá Fjármálaeftirlitinu sem lögfræðingur árið 2007 og tók við sem forstöðumaður lagalegs eftirlits Fjármálaeftirlitsins árið 2018. Linda hefur starfað sem forstöðumaður lagalegs eftirlits hjá Seðlabanka Íslands frá 2020. Linda Kolbrún er með BA-gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík, MA-gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og B.Ed-gráðu frá Kennaraháskóla Íslands.

Til baka