Seðlabanki Slóvakíu afturkallar starfsleyfi NOVIS
Seðlabanki Slóvakíu (Národná banka Slovenska, NBS) hefur tilkynnt að tekin hafi verið ákvörðun um að afturkalla starfsleyfi NOVIS Insurance Company, NOVIS Versicherungsgesellschaft, NOVIS Compagnia di Assicurazioni, NOVIS Poisťovňa (NOVIS).
NOVIS er vátryggingafélag sem hóf starfsemi árið 2014 í Slóvakíu og lýtur eftirliti NBS. Auk starfsemi í heimaríkinu, hefur NOVIS selt vátryggingaafurðir í gegnum útibú í Austurríki, Tékkandi og Þýskalandi og án starfsstöðvar í Finnlandi, Litháen, Póllandi, Svíþjóð, Ungverjalandi, á Ítalíu, og Íslandi.
Ákvörðunin tók gildi 5. júní 2023 og frá þeim degi er NOVIS óheimilt að stunda vátryggingastarfsemi, að undanskilinni þeirri starfsemi sem nauðsynleg er til þess að framfylgja kröfum félagsins og gera upp skuldbindingar þess. Í þessu felst að NOVIS er óheimilt að stofna til nýrra samninga.
Hér má finna fréttatilkynningu NBS frá 5.6.2023: Národná banka Slovenska has withdrawn the authorisation from the insurance undertaking NOVIS Insurance Company, NOVIS Versicherungsgesellschaft, NOVIS Compagnia di Assicurazioni, NOVIS Poisťovňa, a.s.
Seðlabanki Íslands fylgist með framvindu mála og mun birta upplýsingar á heimasíðu sinni jafnóðum og þær berast.
Jafnframt er hér vísað til fyrri frétta Seðlabanka Íslands sem birst hafa um ákvarðanir Seðlabanka Slóvakíu varðandi NOVIS, síðast 23. febrúar 2022: Frekari upplýsingar um ákvörðun Seðlabanka Slóvakíu vegna brota NOVIS.