logo-for-printing

15. júní 2023

Heildarniðurstöður ársreikninga fjármálafyrirtækja o.fl. 2022

Bygging Seðlabanka Íslands
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur tekið saman skýrslu með heildarniðurstöðum ársreikninga fyrir árið 2022 hjá fjármálafyrirtækjum, þ.e. viðskiptabönkum, sparisjóðum, lánafyrirtækjum og verðbréfafyrirtækjum, ásamt rekstrarfélögum verðbréfasjóða og rekstraraðilum sérhæfðra sjóða. Í skýrslunni er einnig að finna upplýsingar um heildareignir verðbréfasjóða og sérhæfðra sjóða fyrir almenna fjárfesta og heildareignir og hreina eign annarra sérhæfðra sjóða. Jafnframt er í skýrslunni að finna nánar tilteknar upplýsingar um greiðslustofnanir og rafeyrisfyrirtæki.

Hér má finna heildarniðurstöðu ársreikninga fjármálafyrirtækja o.fl. 2022.

Á sérstakri síðu er að finna eldri tölulegar upplýsingar af sama tagi: Ársreikningaskýrslur lánastofnana og verðbréfafyrirtækja.
Til baka