logo-for-printing

27. júní 2023

Yfirráð yfir Verðbréfamiðstöð Íslands hf.

Bygging Seðlabanka Íslands
Hinn 22. júní 2023 komst fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands að þeirri niðurstöðu að félagið Innviðir fjárfestingar slhf. væri hæft til að fara með yfirráð yfir Verðbréfamiðstöð Íslands hf., sbr. 26. gr. laga nr. 7/2020 um verðbréfamiðstöðvar, uppgjör og rafræna eignarskráningu fjármálagerninga.

Sama dag komst fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands að þeirri niðurstöðu að Innviðir fjárfestingar GP ehf., Summa Rekstrarfélag hf. og Megind ehf. væru hæf til að fara með óbein yfirráð yfir Verðbréfamiðstöð Íslands hf., sbr. áðurnefnt lagaákvæði.
Til baka