logo-for-printing

29. júní 2023

Glymur hf. fær starfsleyfi sem rekstraraðili sérhæfðra sjóða

Bygging Seðlabanka Íslands
Hinn 22. júní 2023 veitti fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands Glym hf. starfsleyfi sem rekstraraðili sérhæfðra sjóða samkvæmt lögum nr. 45/2020, um rekstraraðila sérhæfðra sjóða. Í leyfinu felst að félaginu er heimilt að reka sérhæfða sjóði í samræmi við 1. og 2. mgr. 9. gr. laga nr. 45/2020.

Samhliða útgáfu starfsleyfisins komst fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands að þeirri niðurstöðu að Fossar fjárfestingarbanki hf. væri hæfur til að fara með svo stóran eignarhlut í Glym hf. að Glymur teldist dótturfyrirtæki Fossa fjárfestingarbanka hf., sbr. 1. mgr. 16. gr. laga nr. 45/2020.

Jafnframt komst fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands að þeirri niðurstöðu að Fossar Markets Holding ehf., H3 ehf., Kormákur Invest ehf., Klettar fjárfestingar ehf., Haraldur Þórðarson, Steingrímur Arnar Finnsson, Fossar Holdings Ltd., Aðalheiður Magnúsdóttir og Sigurbjörn Þorkelsson væru hæf til að fara með óbeinan, virkan eignarhlut í Glym hf., sbr. 1. mgr. 16. gr. laga nr. 45/2020.
Til baka