logo-for-printing

06. júlí 2023

Fossar fjárfestingarbanki hf. fær aukið starfsleyfi

Bygging Seðlabanka Íslands
Fossar fjárfestingarbanki hf., sem er með starfsleyfi sem lánafyrirtæki samkvæmt lögum nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, fékk hinn 3. júlí sl. auknar starfsheimildir samkvæmt lögum nr. 115/2021, um markaði fyrir fjármálagerninga. Hinar auknu starfsheimildir bankans taka til sölutryggingar í tengslum við útgáfu fjármálagerninga og/eða útboð fjármálagerninga, sbr. f-lið 16. tölul. 1. mgr. 4. gr. laganna, og þjónustu í tengslum við sölutryggingu, sbr. d-lið 67. tölul. sömu málsgreinar.

Um starfsheimildir bankans að öðru leyti vísast til yfirlits yfir starfsheimildir fjármálafyrirtækja  á vef Seðlabankans.
Til baka