logo-for-printing

19. september 2023

Tilkynning um dráttarvexti og vexti af peningakröfum nr. 09/2023

Seðlabanki Íslands birtir mánaðarlega tilkynningu um dráttarvexti og vexti af peningakröfum.

Grunnur dráttarvaxta hefur hækkað frá síðustu vaxtatilkynningu Seðlabankans Íslands nr. 08/2023 dagsettri 18. ágúst sl. þar sem að meginvextir bankans hafa hækkað síðan þá.
Dráttarvextir breytast því að sama skapi og verða 17,00% fyrir tímabilið 1. - 31. október 2023.

Aðrir vextir sem Seðlabanki Íslands tilkynnir verða sem hér segir fyrir tímabilið 1. – 31. október 2023:

  • Vextir óverðtryggðra útlána 9,55% - (voru 9,25%)
  • Vextir verðtryggðra útlána 2,65% - (óbreyttir)
  • Vextir af skaðabótakröfum 6,37% - (voru 6,17%)

Tilkynning um dráttarvexti og vexti af peningakröfum nr. 9/2023.

 

Til baka