logo-for-printing

06. október 2023

Ný rannsóknarritgerð um miðlunarferli peningastefnunnar á Íslandi

Seðlabanki Íslands hefur gefið út rannsóknarritgerðina „Monetary transmission in Iceland: Evidence from a structural VAR model“ eftir Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðing bankans og framkvæmdastjóra sviðs hagfræði og peningastefnu.

Í greininni er miðlunarferli peningastefnunnar greint með kerfisformi VAR-líkans. Niðurstöðurnar benda til þess að óvænt hækkun meginvaxta Seðlabankans leiði til tímabundins en tölfræðilega marktæks samdráttar efnahagsumsvifa, viðvarandi hækkunar á gengi krónunnar og hægfara en langvinnrar hjöðnunar verðbólgu. Áhrif og tímatafir eru áþekk og hafa fundist í sambærilegum rannsóknum erlendis. VAR-líkanið er einnig notað til að bera kennsl á aðra kerfisskelli sem drífa áfram innlenda hagsveiflu og hlutverk þeirra í þróun efnahagsmála undanfarin ár.

Sjá ritið hér: Monetary transmission in Iceland: Evidence from a structural VAR model


Til baka