logo-for-printing

30. október 2023

Blikk hugbúnaðarþjónusta hf. fær starfsleyfi sem greiðslustofnun

Bygging Seðlabanka Íslands

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands veitti Blikk hugbúnaðarþjónustu hf. starfsleyfi sem greiðslustofnun samkvæmt lögum nr. 114/2021, um greiðsluþjónustu, hinn 27. október 2023. Í leyfinu felst heimild félagsins til að veita greiðsluþjónustu samkvæmt g- og h-lið 22. tölul. 1. mgr. 3. gr. laga um greiðsluþjónustu en þeir stafliðir taka til greiðsluvirkjunar og reikningsupplýsingaþjónustu.

Samhliða útgáfu á starfsleyfinu hefur fjármálaeftirlitið metið InfoCapital ehf., kt. 681209-1660 og Reyni F. Grétarsson, kt. 291272-5339 hæfa til að fara með virkan eignarhlut yfir 50% eða svo stórum hluta að Blikk hugbúnaðarþjónusta hf. verði talið dótturfélag InfoCapital ehf.


Til baka