Hinn 26. október 2023 komst fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands að þeirri niðurstöðu að Adenza Parent LP og aðilar því tengdir væru hæfir til að fara með allt að 20%, óbeinan, virkan eignarhlut í Kauphöll Íslands hf. (Nasdaq Iceland hf.), í gegnum hlut sinn í Nasdaq Inc., skv. 82. gr. laga nr. 115/2021, um markaði fyrir fjármálagerninga, sbr. 11.-18. gr. sömu laga.