logo-for-printing

06. nóvember 2023

Stjórnvaldssekt vegna brots Símans hf. gegn lögum um verðbréfaviðskipti og reglugerð um markaðssvik (MAR)

Hinn 26. október 2023 tók fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands ákvörðun um að leggja stjórnvaldssekt að fjárhæð 76.500.000 krónur á Símann hf.

Í ákvörðuninni er komist að þeirri niðurstöðu að Síminn hafi brotið gegn framangreindum lögum með því að birta ekki eins fljótt og auðið var innherjaupplýsingar um söluferli Símans hf. á Mílu ehf. Að mati fjármálaeftirlitsins mynduðust innherjaupplýsingar hjá Símanum hinn 31. ágúst 2021 með ákvörðun stjórnar um að hefja seinni áfanga söluferlisins á Mílu og bjóða fjórum aðilum, sem skilað höfðu inn óskuldbindandi tilboði í Mílu, að leggja fram skuldbindandi, fullfjármagnað og skilyrðislaust tilboð í allt hlutafé Mílu innan sjö vikna. Í ákvörðuninni fólst m.a. að opna gagnaherbergi til að framkvæma áreiðanleikakönnun og að veita aðilum aðgang að stjórnendum.

Síminn hvorki birti opinberlega né frestaði birtingu á þeim innherjaupplýsingum sem mynduðust innan félagsins 31. ágúst 2021 og var það niðurstaða fjármálaeftirlitsins að Síminn hafi brotið gegn 1. mgr. 122. gr. laga um verðbréfaviðskipti og 1. mgr. 17. gr. reglugerðar 596/2014 um markaðssvik (MAR).

Hér má finna ákvörðun fjármálaeftirlitsnefndar.

 


Til baka