logo-for-printing

21. desember 2023

Niðurstaða athugunar á framkvæmd Landsbankans hf. í útboði Bankasýslu ríkisins á 22,5% eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka hf.

Bygging Seðlabanka Íslands
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hóf í apríl 2022 athugun á framkvæmd Landsbankans hf. í útboði Bankasýslu ríkisins á 22,5% eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka hf. sem fram fór 22. mars 2022. Markmið athugunarinnar var að kanna hvort framkvæmd Landsbankans við veitingu fjárfestingarþjónustu í útboðinu hafi uppfyllt kröfur laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga (mffl.). Til skoðunar var flokkun viðskiptavina, skráning og varðveisla símtala og annarra rafrænna samskipta og ráðstafanir vegna hagsmunaárekstra. Niðurstöður lágu fyrir í desember 2023.

Sjá nánar: Niðurstaða athugunar á framkvæmd Landsbankans hf. í útboði Bankasýslu ríkisins á 22,5% eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka hf.
Til baka