logo-for-printing

22. desember 2023

Stefán Guðjohnsen ráðinn í starf framkvæmdastjóra upplýsingatæknisviðs Seðlabanka Íslands

Stefán Guðjohnsen hefur verið ráðinn í starf framkvæmdastjóra upplýsingatæknisviðs Seðlabanka Íslands en staðan var auglýst laus til umsóknar í nóvember.

Stefán hefur frá árinu 2005 starfað sem framkvæmdastjóri Cisco á Íslandi. Þar áður var hann forstöðumaður upplýsingatækni Air Atlanta Icelandic og rekstrarstjóri Borgarnets hjá Línu.net.

Stefán er með A.Sc. gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík, B.Sc. í tölvuverkfræði frá CSU Chico USA og MPM í verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík.

 


Til baka