logo-for-printing

30. janúar 2024

Virkur eignarhlutur í ACRO verðbréfum hf.

Hinn 23. janúar 2024 komst fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands að þeirri niðurstöðu að Bakkagarður ehf. væri hæft til að fara með allt að 20% beinan eignarhlut í ACRO verðbréfum hf., skv. 1. mgr. 12. gr. laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga.

Sama dag komst fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands að þeirri niðurstöðu að eigandi Bakkagarðs ehf., Björn Hjaltested Gunnarsson, væri hæfur til að fara með jafn stóran óbeinan, virkan eignarhlut í ACRO verðbréfum hf., sbr. sama lagaákvæði.
Til baka