logo-for-printing

08. febrúar 2024

Afsal GAMMA Capital Management hf. á starfsleyfi

Í framhaldi af ósk GAMMA Capital Management hf. um afsal á starfsleyfi sem rekstraraðili sérhæfðra sjóða, sbr. 1. tölul. 1. mgr. 18. gr. laga nr. 45/2020 um rekstraraðila sérhæfða sjóða afturkallaði fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands leyfi félagsins hinn 2. febrúar 2024.

Á síðustu árum hafa sjóðir um sameiginlega fjárfestingu í rekstri hjá félaginu ýmist lokið starfsemi sinni og þeim verið slitið eða rekstur þeirra verið færður til tengds félags, Kviku eignastýringar hf. Félagið stundar því ekki lengur leyfisskylda starfsemi.
Til baka