logo-for-printing

12. febrúar 2024

Skýrsla peningastefnunefndar til umræðu á fundi efnahags- og viðskiptanefndar í fyrramálið

Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis heldur opinn fund á morgun, þriðjudaginn 13. febrúar í Smiðju, Tjarnargötu 9 í Reykjavík, og hefst hann kl. 9:10.

Fundarefnið er skýrsla peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands fyrir seinni hluta ársins 2023.

Gestir fundarins verða Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu.

Bein útsending verður frá fundinum á vef Alþingis og á sjónvarpsrás Alþingis.

Fundurinn verður haldinn samkvæmt X. kafla reglna um starfsreglur fastanefnda Alþingis.

Sjá nánar á vef Alþingis: https://www.althingi.is/

Sjá hér umrædda skýrslu: Skýrsla peningastefnunefndar til Alþingis, 2023_2

Til baka