logo-for-printing

25. mars 2024

Evrópska rafeyrisfyrirtækið PFS Card Services (Ireland) Limited (PCSIL) tekið til skipta

Bygging Seðlabanka Íslands
Seðlabankanum hefur borist tilkynning frá Seðlabanka Írlands um að rafeyrisfyrirtækið PFS Card Services (Ireland) Limited (PCSIL) hafi verið tekið til skipta. Fyrirtækið hefur haft heimild til að veita þjónustu yfir landamæri og því er mögulegt að fyrirtækið sé með íslenska viðskiptavini. Fram kemur í tilkynningu Seðlabanka Írlands að gert sé ráð fyrir að félagið haldi starfsleyfi sínu til 17. janúar 2025 og að handhafar fyrirframgreiddra korta geti notað þau allan þann tíma. Til frekari upplýsingar bendir Seðlabanki Íslands á tilkynningu sem birtist á vef Seðlabanka Írlands:

Media Statement on PFS Card Services (Ireland) Limited (PCSIL) 
Til baka