logo-for-printing

05.12.2003

Ræða Birgis Ísl. Gunnarssonar um stöðu og horfur í efnahags- og peningamálum

Birgir Ísl. Gunnarsson, formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands, flutti ræðu um stöðu og horfur í efnahags- og peningamálum á fundi  fulltrúaráðs Landssambands lífeyrissjóða í gær, fimmtudaginn 4. desember 2003. Í upphafi ræðu sinnar sagði Birgir:

'Ég þakka fyrir boðið á þennan fund Landssambands lífeyrissjóða til að ræða um stöðu og horfur í efnahags- og peningamálum. Í byrjun nóvember gaf Seðlabankinn út ársfjórðungsrit sitt Peningamál þar sem m.a. var birt ný þjóðhagsspá og verðbólguspá. Það sem ég hef fram að færa hér í dag byggir að sjálfsögðu mjög á því efni, en ég mun síðan bæta við það eftir því sem tilefni gefst og nýjar upplýsingar hafa komið fram.

Ég mun byrja á því að fjalla um verðlagsþróun en verðstöðugleiki er helsta markmið Seðlabankans samkvæmt þeim lögum sem sett voru um bankann í maí 2001.

Verðbólgan hefur verið í námunda við 2% lengst af á þessu ári. Verðbólgumarkmið Seðlabankans er 2½% samkvæmt sameiginlegri yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og bankans og verðlag því verið undir markmiðinu. Samkvæmt verðmælingu í nóvember hefur vísitalan hækkað um 2,5 % yfir 12 mánuði en að húsnæðiskostnaði undanskildum um 1,1%. Hagstofan birtir jafnframt svokallaðar kjarnavísitölur I og II þar sem teknir eru úr vísitölunni sveiflukenndir liðir og reyndist hækkun kjarnavísitalnanna vera nokkru meiri síðastliðna 12 mánuð, 3,1% og 2,8%, eða aðeins yfir verðbólgumarkmiðinu.'

Ræða Birgis Ísl. í heild, PDF skjal, 98 KB (leiðrétt)

Skýringarmyndir með ræðu Birgis, PP-skjal, 157 kb

 

Til baka