26.11.2009
Erindi um fjármálakreppuna, húsnæðismarkaðinn og heimilin
Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingur í Seðlabanka Íslands, flutti erindi um fjármálakreppuna, húsnæðismarkaðinn og heimilin á norrænni ráðstefnu sem haldin var í Reykjavík í dag.Í erindinu setti hann íslensku fjármálakreppuna í sögulegt og alþjóðlegt samhengi, einkum með tilliti til húsnæðismarkaðarins og stöðu heimila, auk þess að fjalla um áhrif fjármálakreppunnar á stöðu heimila og húsnæðismarkaðinn. Í erindinu, sem var flutt á ensku, var stuðst við meðfylgjandi glærur.