Notkun sveiflujöfnunarauka yfir fjármálasveiflu
Elísabet Kemp Stefánsdóttir, hagfræðingur í Seðlabanka Íslands, flutti erindi á rannsóknarráðstefnu í Ljubljana, Slóveníu, í lok september. Titill ráðstefnunnar var „2nd Policy Research Conference on Macroprudential Instruments and Financial Cycles“, en hún var haldin af European Central Banking Network, ECBN.
Í erindi sínu fjallaði Elísabet um niðurstöður rannsóknasamstarfs hennar, Önundar Páls Ragnarssonar og Jóns Magnúsar Hannessonar á fjármálasveiflum á Norðurlöndum og setningu sveiflujöfnunarauka. Sveiflujöfnunarauki er þjóðhagsvarúðartól sem notað er til að byggja upp viðnámsþrótt bankakerfisins í fjármálalegri uppsveiflu. Í erindinu var farið yfir markmið og beitingu sveiflujöfnunaraukans, skilgreiningu og aðferðir við mat á fjármálasveiflum, kynntar niðurstöður um fjármálasveiflur á Norðurlöndum og rætt um hvernig nýta megi þessar niðurstöður við setningu sveiflujöfnunarauka. Við flutning erindisins studdist Elísabet Kemp við efni í meðfylgjandi kynningarskjali: Operating the countercyclical capital buffer over the financial cycle: A panel study of the Nordic countries.
Dagskrá ráðstefnunnar má nálgast hér: Dagskrá fyrir 2nd Policy Research Conference on Macroprudential Instruments and Financial Cycles.