logo-for-printing

12.08.2019

Alþjóðleg ráðstefna á vegum Seðlabankans

Seðlabanki Íslands hélt alþjóðlega ráðstefnu um hvernig varðveita skuli peningalegan og fjármálalegan stöðugleika á Grand hóteli 12. síðasta mánaðar sem bar ensku yfirskriftina Looking back and looking forward: How do we preserve monetary and financial stability? Ráðstefnunni var skipt í tvær setur og var hvor með sínu umræðuefni.

Fyrra efnið fjallaði um reynslu lítilla evrópskra ríkja sem fylgdu efnahagsáætlunum í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn eftir að hafa lent í kröggum í fjármálakreppunni, um aðgerðir stjórnvalda og endurreisn efnahagslífs landanna.

Patrick Honohan, fyrrverandi seðlabankastjóri Írlands, Carlos da Silva Costa, seðlabankastjóri Portúgals, Ilmars Rimsevics, seðlabankastjóri Lettlands, og Már Guðmundsson seðlabankastjóri fluttu þar erindi og sögðu frá reynslu sinna landa. Arnór Sighvatsson, fyrrverandi aðstoðarseðlabankastjóri, var fundarstjóri og stjórnaði pallborðsumræðum að erindum loknum.

Síðara umræðuefnið snéri að nýlegri viðleitni til að stuðla að fjármálastöðugleika eftir fjármálakreppuna með bættri umgjörð og regluverki.

Esther L. George, yfirmaður Seðlabanka Bandaríkjanna í Kansas, flutti ræðu um hvernig hægt sé að tryggja peningalegan og fjármálalegan stöðugleika.

Jon Nicolaisen, aðstoðarseðlabankastjóri Noregs, og Sigríður Benediktsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands sem stundar nú rannsóknir og kennir við Yale-háskóla í Bandaríkjunum, fluttu einnig erindi. Marc Uzan, framkvæmdastjóri Reinventing Bretton Woods Committee, var fundarstjóri og stjórnaði pallborðsumræðum að loknum framsögum.

Dagskrá ráðstefnunnar, erindi eða kynningar einstakra fyrirlesara og upptöku frá ráðstefnunni má nálgast hér: Looking back and looking forward: How do we preserve monetary and financial stability?

 

Til baka