logo-for-printing

21.11.2019

Aðstoðarseðlabankastjóri á fundi Samiðnar

Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri sótti miðstjórnarfund Samiðnar – Sambands iðnfélaga þriðjudaginn 19. nóvember. Á fundinum fór Rannveig yfir stöðu efnahagsmála á Íslandi og horfur næstu ára. Rannveig ræddi einnig samspil peningastefnunnar og stöðu efnahagsmála og hvernig vaxtalækkanir undanfarinna mánaða hafa stutt við eftirspurn.

Hér má sjá skjal með kynningu sem Rannveig studdist við á fundinum: Erindi hjá Samiðn
Til baka