logo-for-printing

02.12.2019

Erindi seðlabankastjóra á SFF-deginum

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hélt erindi á SFF-deginum sem haldinn var í Hörpu fimmtudaginn 28. nóvember sl. Samtök fjármálafyrirtækja stóðu fyrir deginum sem er árviss viðburður. Á fundinum var starfsumhverfi og samkeppnishæfni fjármálafyrirtækja til umræðu. Erindi Ásgeirs sneri að þróun bankakerfisins og horfum á fjármálamarkaði í dag. Þá fjallaði hann um miðlun peningastefnunnar og samspil hennar og þjóðhagsvarúðartækja. Ásamt Ásgeiri fluttu Benedikt Gíslason, stjórnarformaður SFF, og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra erindi.

Glærur sem Ásgeir studdist við má finna hér: Erindi Ásgeirs Jónssonar á SFF deginum. 
Til baka