logo-for-printing

10.12.2019

Inngangsorð aðstoðarseðlabankastjóra á ráðstefnu seðlabanka Norðurlanda um netöryggi

Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri tók þátt í árlegri ráðstefnu seðlabanka Norðurlandanna í Stokkhólmi um netöryggi hinn 28. nóvember sl. og var í pallborði þar sem fjallað var um helstu mál sem varða þróun netöryggis og þá sérstaklega skipulags- og stjórnarhætti.

Aðstoðarseðlabankastjóri flutti inngangsorð í pallborðinu og fjallaði um mikilvægi traustra skipulags- og stjórnarhátta í baráttunni gegn netárásum. Lagði hún áherslu á að í ljósi þess hver erfitt er að spá fyrir um árásirnar sé nauðsynlegt að innan fyrirtækja á fjármálamarkaði liggi fyrir viðeigandi rammaáætlun um viðbrögð við netárásum ekki síst til að fyrirbyggja að slíkar árásir ógni stöðugleika fjármálakerfisins.

Sjá inngangsorðin (á ensku) hér: Third Annual Nordic Cyber in Finance Conference - Deputy Governor´s remarks
Til baka