logo-for-printing

12.12.2019

Erindi Jóns Sigurðssonar um brautryðjandann Jónas H. Haralz í nútíma hagstjórn á Íslandi

Jón Sigurðsson, fyrrverandi seðlabankastjóri og fyrrverandi aðalbankastjóri Norræna fjárfestingarbankans í Helsingfors, flutti erindi á málþingi Seðlabanka Íslands og Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands fimmtudaginn 21. nóvember 2019. Málþingið var haldið í tilefni af því að 6. október 2019 voru hundrað ár liðin frá fæðingu Jónasar, en hann var einn af frumkvöðlum nútíma hagstjórnar á Íslandi. Í erindinu fjallaði Jón m.a. um þau miklu áhrif sem Jónas hafði á stjórn efnahagsmála á Íslandi. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri flutti einnig erindi á málþinginu.

Erindi Jóns Sigurðssonar er aðgengilegt hér: Jónas H. Haralz: Brautryðjandi nútíma hagstjórnar á Íslandi.

Til baka