logo-for-printing

Ný rannsóknarritgerð um samtímamat á því hversu ákjósanlegt aðhaldsstig peningastefnunnar er

Seðlabanki Íslands hefur gefið út rannsóknarritgerðina „Online Monitoring of Policy Optimality“ eftir Bjarna G. Einarsson, hagfræðing á sviði hagfræði og peningastefnu.

Í ritgerðinni er kynnt aðferð til að meta í rauntíma hvort núverandi aðhaldsstig peningastefnu sé það ákjósanlegasta að gefnum öllum tiltækum gögnum. Aðferðin sameinar mat á áhrifum stjórntækja peningastefnu á verðbólgu og frávik atvinnuleysis frá jafnvægi og spár fyrir þessar breytur. Þessar spár eru búnar til með samtímaspálíkani (e. nowcasting model), sem tekur inn ný gögn um leið og þau eru birt, en lengri endi spánna er skorðaður með óreiðu hliðrun (e. entropy tilting) við langtímavæntingar samkvæmt könnunum. Aðferðin er notuð til að meta peningastefnuákvarðanir Seðlabanka Bandaríkjanna í aðdraganda fjármálakreppunnar undir lok fyrsta áratugar þessarar aldar og finnur frávik frá heppilegasta aðhaldsstigi peningastefnunnar strax í byrjun febrúar 2008. Þessa niðurstöðu má rekja til þess að samtímaspálíkanið nær að spá versnandi horfum í atvinnumálum fyrr en opinberar spár frá þeim tíma gerðu.

Sjá ritið hér: Online Monitoring of Policy Optimality  

Til baka